133. löggjafarþing — 23. fundur,  8. nóv. 2006.

frumvörp um eignarhald orkufyrirtækja.

[12:04]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þessa fyrirspurn. Það sem lá í mínum orðum var að það var ekki í ráði og er ekki í ráði í tengslum við þessar eignabreytingar að sameina Rarik, Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun í þeim skilningi að Rarik verði ekki áfram sérstakt hlutafélag. Það hefur ekki verið ákveðið. Rarik annast rafkorkusölu á Suðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi, hlutum Norðurlands. Þessi verkefni eru óbreytt og verða í höndum Rariks. Það var áður búið að taka ákvörðun um að sala raforku í smásölu færi í sérstakt sölufyrirtæki. Hins vegar fer eignarhlutur ríkisins við þessa breytingu eða við þessi frumvörp sem lýst var í gær í gegnum Landsvirkjun en það er ekki um það að ræða að hlutafélagið Rarik verði sameinað Landsvirkjun.