133. löggjafarþing — 23. fundur,  8. nóv. 2006.

frumvörp um eignarhald orkufyrirtækja.

[12:23]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Hér hefur orðið nokkuð mikil orðbólga, stór orð notuð af vafasömu tilefni (Gripið fram í.) að því er mér finnst. Stóryrðin verða náttúrlega ódýr þegar þau eru ofnotuð, þegar þau eru bæði oftúlkanir og rangtúlkanir.

Ég endurtek einfaldlega: Það er ekki formleg sameining. Það er ekki sameining þessara fyrirtækja. Þau eru eftir sem áður sérstök hlutafélög með sérstökum samþykktum en hins vegar er eignarfyrirkomulagi ríkissjóðs fyrir komið með nýjum hætti.