133. löggjafarþing — 23. fundur,  8. nóv. 2006.

forvarnir í fíkniefnamálum.

149. mál
[14:52]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Frú forseti. Ég vil þakka fyrir ágæta umræðu um forvarnir. Samkvæmt rannsóknum Þórólfs Þórlindssonar o.fl. hefur það margsannast að íþrótta- og æskulýðsstarf hefur mikilvægt forvarnagildi varðandi óreglu unglinga. Því miður vantar alla virðingu fyrir þeim málaflokki hér á þingi og kemur það berlega í ljós í nýju fjárlagafrumvarpi. Fjárlagafrumvarpið er leiðandi fyrir ríkisstjórnina um hvað hún ætlar sér að gera á næsta ári og þar af leiðandi fyrir stjórnarflokkana og alla stjórnarþingmenn. Í fjárlagafrumvarpinu er hvergi að finna neinar vísbendingar um að auka eigi fé til forvarnamála heldur er boðaður þar gífurlegur niðurskurður til íþrótta- og æskulýðsmála, frá 14% og allt upp í 36% hjá Bandalagi íslenskra skáta.

Hitt er alveg á hreinu, að milljarðurinn hefur aldrei sést.