133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

stjórnsýsla í tengslum við stækkandi þjóðlendur.

224. mál
[13:05]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Niðurstaða þessa máls, að sótt hafi verið efni, 50 tonn af hrafntinnu í Hrafntinnusker, hefur valdið verulegum vonbrigðum, vegna þess að þarna er um mjög fágæta steind að ræða. Vitað er að vel var að verki staðið að því leytinu til að það var ekki mikið rask við framkvæmdina sjálfa. Hinu megum við ekki gleyma að hrafntinna er fágæt á heimsvísu, endurnýjunin er engin og nýtingin er aðeins um 50%. Til viðbótar þessu er vitað að hægt er að framleiða svart gler sem getur komið að nákvæmlega sama gagni.

Ég held að þetta ætti að verða okkur að kenningu að því leytinu til að hér verði sett vinna í að friða íslenskar steindir sem er óunnið verk og mikið verk sem umhverfisráðuneytið og stofnanir þess þurfa að koma að.