133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

veiðiheimildir úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar.

288. mál
[13:16]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv forseti. Það er óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við þau orð sem hæstv. forsætisráðherra las hér upp úr ræðu sinni á fundi LÍÚ. Hann talaði meðal annars um að kerfið hefði skilað verulegum árangri.

Sér er nú hver árangurinn. Skuldaaukning á tíu árum er úr 90 milljörðum í 265 milljarða. Tekjurnar eru óbreyttar frá ári til árs, rokka á bilinu 110–130 milljarða, útflutningstekjur sjávarútvegsins. Fiskstofnarnir hafa ekki braggast á öllum tíma kvótakerfisins. Ef við tökum aðalfiskstofninn, þorskstofninn, sem hefur verið að gefa oft 30–40% af útflutningstekjum sjávarútvegsins þá er veiði á honum undir 200 þús. tonnum.

Þetta var óþekkt (Forseti hringir.) áður en kvótakerfið var tekið upp, hæstv. forseti, þannig ég tel (Forseti hringir.) að forsætisráðherra fari með öfugmæli.