133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

hlerun á símum alþingismanna.

230. mál
[15:20]
Hlusta

Björn Ingi Hrafnsson (F):

Hæstv. forseti. Ég held að þetta mál einkennist af upphlaupi og löngun til að komast í fréttir fjölmiðla. Hæstv. dómsmálaráðherra vísar til þess að á sínum tíma, fyrir fáeinum vikum, náðist mikil og breið pólitísk samstaða um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hlaut flýtimeðferð í þinginu og hæstv. dómsmálaráðherra hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni sem ráðherra og væntanlega sinni persónulegu skoðun að í þessu máli eigi öll gögn að koma upp á yfirborðið og ekki eigi að leyna neinu. Það kann hins vegar að vera að einhverjum muni finnast þær upplýsingar óþægilegar þegar það gerist. En að halda því fram að það sé óeðlileg aðferð af hálfu dómsmálaráðherra að vísa til þeirrar meðferðar sem þingið ákvað, er ekki rétt.