133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

merking varðskipa.

237. mál
[15:32]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég minni á þá umræðu sem var hér þegar ákveðið var að senda varðskipið til Póllands til viðgerðar í staðinn fyrir að gera við það og endurnýja það á Akureyri eins og hefði verið miklu skynsamlegra. (Gripið fram í: … íslensku.) Ef gert hefði verið við það á Akureyri hefði Landhelgisgæslan kannski líka staðið á því.

Mér finnst nú, þrátt fyrir þau mistök að senda varðskipið til Póllands í viðgerð og til tjóns fyrir íslenskan skipasmíðaiðnað, alveg lágmark að hæstv. dómsmálaráðherra beiti sér fyrir því að skipin séu líka merkt á íslensku. Mér finnst það alveg lágmark og það ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það þrátt fyrir þennan alþjóðlega hervæðingaráhuga sem dómsmálaráðherra er stundum sakaður um, kannski að ósekju.