133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ.

119. mál
[18:25]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson) (Sf):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir skýr svör og fagna því að hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ skuli loks komið á framkvæmdaáætlun. Ég ætla rétt að leyfa mér að minnast á að ekkert annað sveitarfélag af sömu stærðargráðu er án hjúkrunarheimilis í dag. Á næstu árum er talið að 65 ára og eldri muni fjölga hlutfallslega mest í Mosfellsbæ.

En ég þakka fyrir skýr svör og fagna þessum áfanga.