133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

niðurgreiðsla á raforku til húshitunar.

[15:08]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Það er alveg rétt, þetta er mikið vandamál víða. Mjög margir hafa fengið á sig talsverðar hækkanir. Við höfum líka upplýsingar um að allmargir búi við mjög svipað verð og enn aðrir hafa fengið lækkun. Það er verið að athuga þetta og ég fullvissa hv. þingmann um að við munum leggja okkur fram um að skoða það. Ég ítreka að þetta eru mjög breytilegar og mismunandi forsendur hjá einstökum raforkukaupendum og mjög ólíkt hvernig verð hefur komið niður. Það eru tiltölulega fáir, sýnist mér, sem eru alveg sambærilegir hver við annan þannig að þetta er flókið mál en við höfum verið að leita upplýsinga um þetta að undanförnu og munum reyna að vinna úr því.