133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

rannsókn sakamála.

[15:31]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mér fannst hæstv. dómsmálaráðherra skauta fram hjá þeim spurningum sem ég beindi til hans. Má líta svo á orð hæstv. dómsmálaráðherra að hann lýsi þá með þessu trausti á dómskerfið og dómstólana?

Ef hæstv. ráðherra er að því er varla hægt að líta fram hjá því að hann brigslar háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra um að fara með rangt mál. Embættið hlýtur um leið að setja niður þegar upplýst er að þessi háttsetti embættismaður hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún var birt. Ég nefni líka að Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að hann hafi verulegar áhyggjur ef þjóðfélag okkar er að verða þannig að þeir sem skipaðir eru af yfirvöldum til að gæta laga og réttar veigri sér við að rannsaka meint brot þeirra sem mikið eiga undir sér eða hafa greiðari aðgang að fjölmiðlum en almenningur.

Ég spyr hæstv. dómsmálaráðherra hvað hann segi um það.