133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga.

223. mál
[15:30]
Hlusta

Drífa Hjartardóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég vil bara geta þess að ég var formaður í þeirri nefnd sem um er rætt komu mjög margar tillögur frá henni. Það var mikil vinna í mörg ár sem fæddi af sér margar mjög góðar tillögur. Þeim var öllum vísað til fjölskyldunefndar og ég vil bara taka undir með öðrum þingmönnum og hvetja til þess að því starfi fari að ljúka, að fjölskyldunefndin fari að skila af sér.

Til grundvallar vinnu okkar í heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, mjög mikilvægt plagg sem Íslendingar hafa viljað vinna eftir. Ég vil bara hvetja til þess að því starfi fari að ljúka.