133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

tekjuskattur.

22. mál
[14:10]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður sagði að ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir þráuðust við. Ég held að vandi vinstri manna hér á þingi sé nú aðallega sá að kjósendur þráast við að kjósa þá. Ég vildi bara koma því að. (Gripið fram í.)

Svo talaði hv. þingmaður um að skuldsetningin hefði aukist mjög mikið. Nú er það svo merkilegt að þegar skuldsetningin vex þá minnkar eignin og þá minnka skerðingarnar í vaxtabótakerfinu. Það er nú dálítil mótsögn í því sem hv. þingmaður er að segja. Þeir sem eru duglegastir að skuldsetja sig fá óskertar vaxtabætur. Kerfið hvetur því til skuldsetningar. Hvernig getur hv. þingmaður þá verið á móti því að kerfið sé tekið til endurskoðunar?