133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga.

347. mál
[14:57]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona að hv. þingmaður geri sér grein fyrir að sjóðurinn starfar í dag, það er ekki verið að mynda hann, ég ætla að vona að hann geri sér grein fyrir því.

Það sem við erum að gera núna er að skerpa á eignarhaldinu. Ég er hlynntur því en ég er á móti sjóðnum sem slíkum. Ekki er verið að tala um að leggja hann niður eða stofna hann eða gera eitthvað slíkt, heldur er verið að skerpa á eignarhaldinu og ég er mjög hlynntur því.