133. löggjafarþing — 39. fundur,  4. des. 2006.

stuðningur við innrásina í Írak.

[15:16]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Þessi atbeini er ekki meiri eða merkilegri en svo að mér er ekki kunnugt um að ein einasta flugvél hafi komið hér við í þessum tilgangi. Aðrar leiðir hafa verið farnar í því skyni þannig að þetta hefur sem sagt engu máli skipt.

Það væri gaman að fá það fram hjá hv. þingmanni — ég man ekki hvernig hann greiddi atkvæði um þá fjárveitingu — var hann kannski líka á móti því að við verðum 300 millj. kr. til uppbyggingarstarfs í Írak í kjölfar átakanna þar? Var þingmaðurinn líka á móti því? Vill hann ekki að við leggjum okkar af mörkum með þeim hætti á þessum átakasvæðum?