133. löggjafarþing — 41. fundur,  6. des. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[10:42]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Nú við lokaafgreiðslu fjárlaga 2007 fær ríkisstjórnarmeirihlutinn enn á ný tækifæri til að gera verulegt átak til að bæta hag aldraðra og öryrkja. Það mun sjást í verkum þingmanna ríkisstjórnarflokkanna nú við afgreiðslu fjárlaganna hver hugur fylgir máli. Við þingmenn Frjálslynda flokksins munum sitja hjá við heildarafgreiðslu þessara fjárlaga, enda eru verkin á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.