133. löggjafarþing — 45. fundur,  8. des. 2006.

upplýsingar og samráð í fyrirtækjum.

231. mál
[11:15]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Dagnýju Jónsdóttur fyrir þessi svör. Mér þykir vænt um að heyra að hún skuli vera mér sammála um að eðlilegt sé að stefna að því að lögin og þessar reglur verði víkkaðar út þegar fram líða stundir.

Hins vegar ítreka ég að þetta er röng nálgun af hálfu ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar, að mínu mati, að ganga til lagasetningarinnar með slíkt lágmark í huga. Það eru engin rök fyrir því, í frumvarpi sem gengur eins skammt og þetta frumvarp gerir til að tryggja réttindi launafólks, að útiloka opinbera starfsmenn frá upplýsingum og samráði eins og gert er í þessu máli.