133. löggjafarþing — 45. fundur,  8. des. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[13:44]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er komið að atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. um Ríkisútvarpið. Framsóknarflokkurinn fór í upphafi í þessa vinnu við endurskoðun á lögum um Ríkisútvarpið með opnum huga, en eitt atriði varð til þess að málið lá óhreyft í mjög mörg ár í þessu samstarfi. Það var það atriði að Ríkisútvarpið væri ekki til sölu. Um það náðist sátt og á þeim grundvelli var Framsóknarflokkurinn til í breytingar. Þessar breytingar munu að okkar mati efla Ríkisútvarpið og sanna umsagnir samkeppnisaðila það. Málið hefur hlotið vandaða málsmeðferð í menntamálanefnd og ég styð það, ekki síst á grundvelli þess að Ríkisútvarpið er ekki til sölu og það mun í framtíðinni eflast sem almannaútvarp í þágu okkar allra.