133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

málefni aldraðra.

190. mál
[21:24]
Hlusta

Frsm. heilbr.- og trn. (Guðjón Ólafur Jónsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá heilbrigðis- og trygginganefnd um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

Frumvarpið er á þingskjali 191 og í því er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 3,94% eða 239 kr. á hvern gjaldanda en það gerir hækkun úr 6.075 kr. í 6.314.

Nefndin fékk á sinn fund Vilborgu Þ. Hauksdóttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Ólaf Ólafsson, Einar Árnason, Helga K. Hjálmarsson, Borgþór St. Kjærnested og Trausta Björnsson frá Landssambandi eldri borgara og Margréti Margeirsdóttur, Stefaníu Björnsdóttur og Sigurð Hallgrímsson frá Félagi eldri borgara.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir álit heilbrigðis- og trygginganefndar rita Guðjón Ólafur Jónsson, Ásta Möller, Gunnar Örlygsson, Sæunn Stefánsdóttir og með fyrirvara Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Pétur H. Blöndal.

Kristján L. Möller og Þuríður Backman voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.