133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

374. mál
[23:56]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Nafn mitt er ekki undir þessu nefndaráliti. Enda er þetta vafasöm og síðbúin tilraun til að réttlæta viðskiptin með hluti í Landsvirkjun, kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar.

Sem kunnugt er hefur verið lögð inn kæra til félagsmálaráðuneytisins af hálfu fulltrúa Vinstri grænna í Reykjavík. Er þar meðal annars vísað til þess að ekki var fullnægjandi lagastoð fyrir hendi. Ég vil vekja athygli á því hér við þessa umræðu og munum við ekki styðja þetta frumvarp þegar það kemur til atkvæða.