133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[10:31]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Það má segja að þessi liður hafi í raun verið afgreiddur með fjárlagafrumvarpinu fyrir nokkrum dögum. En þar sem við höfum orðið vitni að því að ríkisstjórnin hefur lagt fram það frumvarp sem við erum nú að fjalla um og nokkrum dögum síðar komið með breytingartillögur, er þetta í þeirri von að ríkisstjórnin sjái að sér og noti allan Framkvæmdasjóð aldraðra til uppbyggingar öldrunarþjónustunnar, sleppi því að taka hluta í rekstur eins og ætlunin er. Og þegar ég sé hvernig atkvæðagreiðslan fellur, þá hvet ég hæstv. ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra til að horfa þá með sterkum gleraugum á þau sérstöku tilvik þegar á að taka fjármagn til að nota í rekstur, að það verði þá í sérstökum tilvikum en það verði ekki nær helmingur af rekstrarfé Framkvæmdasjóðs aldraðra.