133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

95. mál
[11:23]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Hér er verið að afgreiða (Gripið fram í: Til hamingju, Framsókn.) stjórnarfrumvarp um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar. Stjórnarmeirihlutinn stendur einhuga að baki þessu (Forseti hringir.) frumvarpi eins og fram kemur á atkvæðagreiðslutöflunni.

(Forseti (RG): Hafa hljóð í salnum.)

Ég vil hins vegar vekja athygli á því í þessu sambandi að það var undir forustu Finns Ingólfssonar, þáverandi iðnaðarráðherra, sem hafist var handa við þessi efni og sömuleiðis var því máli fylgt eftir af hálfu hæstv. utanríkisráðherra Valgerðar Sverrisdóttir (Gripið fram í: Framsókn …) og nú síðast undir forsæti (Forseti hringir.) hæstv. iðnaðarráðherra Jóns Sigurðssonar.

(Forseti (RG): Forseti óskar eftir að þingmenn gefi ræðumanni hljóð.)

Ég skil vel að hv. þingmönnum sé nokkuð órótt yfir þeim árangri sem Framsóknarflokkurinn hefur náð á þessu sviði en ég get ekki látið hjá líða að þakka þeim fyrir stuðninginn.