133. löggjafarþing — 65. fundur,  5. feb. 2007.

fyrirspurnir til ráðherra.

[15:43]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Athugasemd mín er undir liðnum um fundarstjórn forseta. Eftir því sem ég hef komist næst er fyrirspurnum ekki raðað eftir þeirri röð sem þær berast til forseta þingsins (Gripið fram í: Hvað þá?) heldur gilda iðulega önnur sjónarmið, svo sem jafnræði milli flokka og annað af því tagi. Ég vil upplýsa þingið um að þessi fyrirspurn barst ekki seint, hún barst skömmu eftir að þingflokksfundir hófust nú eftir hádegi.

Ég ítreka óánægju mína og mótmæli við fundarstjórn forseta.