133. löggjafarþing — 80. fundur,  28. feb. 2007.

virkjanaundirbúningur Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár.

632. mál
[13:56]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Landsvirkjun hefur farið sínu fram að mörgu leyti og stjórnvöld hafa auðvitað stutt hana í því í gegnum tíðina. Þetta er rétt lýsing á því hvernig menn hafa staðið að málum. Landsvirkjun hefur ekki einu sinni fengið rannsóknarleyfi á virkjununum, hefur rannsakað þessi mál án þess að hafa til þess tilskilin leyfi.

Það var annað sem ég ætlaði að koma að í umræðunni og það er það að hv. þm. Jón Bjarnason sagði að kosið yrði um þetta í kosningunum í vor. Það er ekki rétt. Kosið verður um þetta í Hafnarfirði eftir nokkra daga. Ef Hafnfirðingar samþykkja þá niðurstöðu að álverið verði stækkað í Straumsvík er í það mál komin niðurstaða. Þar með er ekki með komin niðurstaða í það mál hvort virkjað verði þarna fyrir það álver en kosningarnar í Hafnarfirði ráða úrslitum um það (Forseti hringir.) hvort álverið verður stækkað.