133. löggjafarþing — 80. fundur,  28. feb. 2007.

bótaskyldir atvinnusjúkdómar.

611. mál
[14:11]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er mikilvægt að við ræðum hérna bótaskyldu vegna atvinnusjúkdóma. Þegar almannatryggingalögin íslensku hafa verið borin saman við réttindi gagnvart almannatryggingum í öðrum löndum hefur það vakið athygli að atvinnusjúkdómar hafa ekki haft sama sess innan okkar kerfis eins og á Norðurlöndunum og auðvitað hefði átt að vera búið að taka á því fyrir löngu. Kannski er það vegna þess að þetta er flókið mál, eins og hæstv. ráðherra sagði, sem það hefur ekki verið gert enn þá en auðvitað verður að taka á þessu máli sérstaklega.

Ráðherra talaði um endurskoðun almannatryggingalaganna. Það hefði fyrir löngu þurft að vera búið að endurskoða þessa almannatryggingalöggjöf. Hún er orðin gömul og úrelt og er alls ekki í takt við það samfélag sem við lifum í í dag, hún miðast við allt aðrar aðstæður. Það er synd til þess að hugsa að samkvæmt almannatryggingalögunum íslensku skuli menn sem verða fyrir atvinnusjúkdómum ekki hafa sömu réttindi og tíðkast í (Forseti hringir.) velferðarkerfinu annars staðar á Norðurlöndum.