133. löggjafarþing — 81. fundur,  28. feb. 2007.

tollkvótar við innflutning landbúnaðarafurða.

621. mál
[15:51]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil minna hv. þingmann á, vegna ræðu hans áðan, af því að það er alltaf talað um að íslenskar landbúnaðarvörur séu dýrar, að verslunin á Íslandi flytur inn gríðarlega mikið af landbúnaðarvörum. Innfluttar landbúnaðarvörur utan úr Evrópu eru hlutfallslega dýrari hér á markaðnum miðað við erlendis en íslenskt framleiddar landbúnaðarafurðir. Þetta vildi ég láta koma alveg skýrt fram.

Ég svara hv. þingmanni því alveg skýrt. Ég kann ekkert betra fyrirkomulag en uppboðið. Ég held að það sé mjög mikilvægt.

Hvað blómin varðar þá eru blóm ekki matur. Þau eru fegurð. Blómabændur standa sig mjög vel á markaðnum og framleiða falleg blóm og mikilvæg. Ég held að staða þeirra hafi, eins og annarra í þessu samfélagi, batnað töluvert á síðustu missirum. (Gripið fram í: Íslendingar eru farnir að láta blómin tala.) (Gripið fram í: Látum blómin tala.)