133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

orð þingmanns um meðferðarstofnanir.

[11:00]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Fl):

Frú forseti. Ég ætla að leyfa mér að byrja á því að taka undir orð tveggja síðustu ræðumanna. Ég vissi að ef ég tæki þetta mál upp í dag yrðu svörin ekkert meiri en síðast eða þar síðast en alltaf fjölgar þeim sem kennt er um vandamálin. Síðast kenndi hæstv. heilbrigðisráðherra fjármálaráðherra um vandamálið. Núna áðan kenndi hún Hagstofunni um vandamálið, að tölurnar séu hreinlega rangar. Hvað er þá næst? Á þá ekki að leggja hana niður?

(Forseti (SP): Er verið að ræða um fundarstjórn forseta hér, hv. þingmaður?)

Ég er að reyna að ljúka því máli sem ég var í áðan og benda forseta og þingi á það að hér er ávallt skorast undan að svara því sem verið er að ræða.

(Forseti (SP): Hefur hv. þingmaður lokið máli sínu?)

Já, ætli ég láti þetta ekki duga.