133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

yfirlýsing gegn stuðningi við innrásina í Írak.

13. mál
[17:33]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Jú, það er einmitt vottur um það. Ég veit ekki betur en hv. stjórnarandstaða hafi fengið tækifæri til að ræða þingmál sín í vetur og hafi sjálf haft með höndum að forgangsraða með hvaða hætti þingmál hennar væru rædd á þinginu. Þingflokkarnir fengu tækifæri til þess að forgangsraða sínum málum til að koma þeim á dagskrá. Því tel ég að það sé engin tilviljun að málið sé rætt í dag, í lok þings, í aðdraganda þessara kosninga.

Það er svo sem útúrsnúningur að vera að ræða það. Aðalatriðið er, eins og ég hef sagt áður, að horfast í augu við þau mistök, læra af þeim og horfa síðan fram á veginn.