133. löggjafarþing — 90. fundur,  15. mars 2007.

minning tveggja alda afmælis Jóns Sigurðssonar forseta.

704. mál
[22:07]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa mikilli ánægju með þessa tillögu sem hér hefur verið lögð fram og tek undir orð hæstv. forsætisráðherra. Það er vissulega tilefni til þess og ástæða til að halda vel upp á þessi tímamót, þetta afmæli sem er fram undan og undirbúa það vel. Það er mjög vel viðeigandi að tengja þarna saman í fyrsta lagi safnið á Hrafnseyri, í öðru lagi safnið í Kaupmannahöfn og í þriðja lagi afmæli Háskóla Íslands. Fer mjög vel á því að vinna vel að þessum undirbúningi eins og fram kom í framsöguræðu forsætisráðherra.