133. löggjafarþing — 91. fundur,  16. mars 2007.

stjórn fiskveiða.

459. mál
[11:44]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Við styðjum þetta mál en þó er þetta kerfi sem við búum við algjörlega ómögulegt. Þess vegna hefðum við talið miklu nær að þingið sameinaðist um að leita annarra leiða til að stýra fiskveiðum. Þetta kerfi hefur því miður ekki skilað nokkrum árangri. Við veiðum núna helmingi minna en við gerðum fyrir daga kerfisins og síðan þegar á að ræða stjórn fiskveiða virðist eins og hæstv. sjávarútvegsráðherra þoli ekki þá umræðu, hann leitast við að láta hana fara fram að nóttu til vegna þess að hann er algjörlega röklaus í að færa fyrir því einhver rök að það eigi að halda þessu áfram. Hvers vegna eigum við ekki að leita nýrra leiða í stað þess að halda áfram með kerfi sem skilar minni afla? Síðast en ekki síst (Forseti hringir.) hafa tekjur sjávarútvegsins (Forseti hringir.) dregist saman á síðustu árum, frú forseti.