133. löggjafarþing — 91. fundur,  16. mars 2007.

lögmenn.

653. mál
[12:41]
Hlusta

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Frú forseti. Hér er á ferðinni lítið mál, ákveðin leiðrétting sem talið er nauðsynlegt að gera í ljósi skuldbindinga okkar vegna Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta mál eins og mörg önnur mál var unnið tiltölulega hratt í nefndinni en við ákváðum að styðja málið í því ljósi að við fengum upplýsingar um að Lögmannafélaginu hefði verið gert viðvart um hvað væri á ferðinni og að þeir styddu þessar breytingar. Ég vil taka það sérstaklega fram að við styðjum þetta mál í því ljósi að sátt sé um þessar breytingar.