134. löggjafarþing — 1. fundur,  31. maí 2007.

kosning í fastanefndir skv. 13. gr. þingskapa.

[15:56]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Þá hefst kosning fastanefnda. Mér hefur borist ósk frá formönnum þingflokka stjórnarflokkanna um að kosningu til efnahags- og viðskiptanefndar, sjávarútvegsnefndar og landbúnaðarnefndar verði frestað því að það eru áform stjórnarflokkanna að gera nú þegar á þessu þingi breytingar á þingsköpum sem varða þessar þrjár nefndir. Ég leita því afbrigða frá 13. gr. þingskapa um að kosning til þessara þriggja nefnda fari ekki fram á þessum fundi heldur síðar á þinginu þegar þingskapafrumvarpið hefur hlotið afgreiðslu.