134. löggjafarþing — 5. fundur,  6. júní 2007.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

11. mál
[15:00]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka þessa skýringu, hæstv. forseti. Lagasetning sem þessi mun væntanlega hafa áhrif á það hvernig menn haga starfslokum sínum. En maður hlýtur að spyrja að því hvort lagasetning sem þessi standist jafnræðisreglu. Er eitthvert réttlæti í því að undanskilja hópinn 67–70 ára þegar lög sem þessi eru sett? Ég leyfi mér að efast um að svo sé. Að minnsta kosti er það vert skoðunar.