134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

11. mál
[11:20]
Hlusta

Frsm. minni hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Á fundi heilbrigðisnefndar komu fram áhyggjur bæði frá Samtökum atvinnulífsins og ASÍ af því hve hratt þessar breytingar ættu sér stað, þ.e. hversu stuttur tími væri við undirbúning þessara breytinga með tilliti til þess að það þarf að skoða hvaða áhrif þetta hafi á aðra þætti á vinnumarkaðnum. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann telji ekki að þessi breyting muni auka ójöfnuð á milli lífeyrisþega og hvort hann muni ekki enn frekar breikka bilið á milli ríkra og fátækra lífeyrisþega og hvort hann telji það hlutverk lífeyrissjóðakerfisins að vinna með þeim hætti.

Ég vil einnig spyrja hv. þingmann hvort hann telji ekki að vinna (Forseti hringir.) þurfi hratt að afnámi tengingar við tekjur maka.