135. löggjafarþing — 5. fundur,  9. okt. 2007.

2. fsp.

[13:46]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl):

Hæstv. forseti. Það er nú þannig að varaformaður Samfylkingarinnar hefur hvatt sérstaklega til þess að tekin verði upp tvítyngd stjórnsýsla. Ég er honum að vísu ekki sammála í því efni en það er allt annað mál. Það var hins vegar nauðsynlegt að gera grein fyrir þessum ummælum vegna þess að stundum vilja glatast ákveðin atriði í þýðingu þegar texti er saminn á öðru tungumáli en það er annað mál.

Ég þakka utanríkisráðherra fyrir greið svör hvað þetta varðar. Ég átta mig á því að eins og þetta var orðað af hennar hálfu á fundi Þingmannasambands NATO þá virtist vera um miklu víðtækari upplýsingamiðlun að ræða en í raun kemur fram samkvæmt svari hennar og ég þakka svarið.