135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

90. mál
[17:22]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra svíður undan því að vera kallaður strengjabrúða. En málið er einfaldlega það að þegar kemur að aðalatriðunum eins og því að fækka kvótabundnum tegundum sem er í reglugerðarformi í dag — þú getur meira að segja tekið þorsk út úr kvóta ef þú teldir ástæðu til þess, hæstv. sjávarútvegsráðherra, og ég hvet þig til þess að koma því af þér að þú sért einn af þeim sem styðja þetta óbreytta kerfi. Ég vona að í framtíðinni leggirðu því lið að gera einhverjar breytingar til þess að taka mestu höggin af fólki sem býr við þá hörmungarkosti að lifa með hinu óréttláta og ósanngjarna fiskveiðistjórnarkerfi.