135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

stjórn fiskveiða.

91. mál
[19:06]
Hlusta

Þorvaldur Ingvarsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Við verðum að fara vel með fjöregg þjóðarinnar. Við getum horft til reynslu annarra þjóða við norðanvert Atlantshaf í þeim tilgangi. Það er ekkert sem bendir til annars en að ofveiði og kannski breytingar í náttúrunni hafi t.d. valdið hruni á þorskstofninum í Nýfundnalandi. Fræðin eru ekki óskeikul en við hljótum að geta litið til reynslu annarra þjóða í þessu efni.