135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2007/2008.

5. mál
[22:31]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Um þetta mál hefur margt verið sagt og mikið verið talað um rannsóknirnar og starfslag Hafrannsóknastofnunarinnar sem fær hér vægast sagt mjög slæma dóma og er eiginlega að því er má skilja algerlega óalandi og óferjandi stofnun og spurning hvort menn komi ekki bara með frumvarp um að hún verði lögð niður og fiskifræði sjómannsins verði algjörlega látin gilda í þessu máli.

Mig langar til að spyrja hv. þm. Guðjón Arnar hvort hann sjái ekki einhverja jákvæðni í þeim tillögum sem hæstv. sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram í auknum hafrannsóknum á Íslandi og þeirri auknu vídd sem hann (Forseti hringir.) hefur komið með inn í málið. Ég tel það vera mjög jákvætt.

(Forseti (StB): Forseti vill minn hv. þingmenn á að nefna þingmenn fullu nafni.)