135. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2007.

sala áfengis og tóbaks.

6. mál
[16:33]
Hlusta

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er því miður ekki um neina dramatíseringu að ræða. Það er um að ræða niðurstöður úr rannsóknum sem voru gerðar í ýmsum löndum Evrópu. Þessar upplýsingar sem ég nefndi koma (SKK: Þú nefndir ekki hvaða rannsóknir.) — jú, ég nefndi rannsóknir — frá sérfræðingum í landinu, bæði á Landspítala Íslands og Vogi, og öðrum mönnum sem sinna þessum málum. Sem betur fer er þetta ekki orðin staðreynd en líkur eru á auknu aðgengi að áfengi og auknu álagi á sjúkrahúsin, og það er alveg einfalt að hugsa um það rökrétt að ef sjúkdómar aukast (Forseti hringir.) getur það valdið ýmsum skaða.