135. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2007.

verklagsreglur við töku þvagsýna.

78. mál
[13:54]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þau orð sem hér hafa verið sögð um það hvernig standa eigi að framkvæmd þessara hluta. Ég vildi kannski líka beina sjónum að því að borgarar landsins eiga auðvitað að hlýða lögreglunni og lögreglan á að gæta þess að þeir séu ekki hættulegir öðrum borgurum. Það að neita fyrirmælum lögreglunnar á í sjálfu sér að vera aðgerð sem hefur eitthvað í för með sér. Mér fyndist eðlilegast að það væri þá þannig að sá sem ekki vildi af fúsum og frjálsum vilja gera það sem lögreglan biður um, fari þá í þá stöðu að hann gæti átt von á meiri refsingu en ella. Menn eiga ekki að geta bætt stöðu sína gagnvart saknæmu athæfi með því að neita lögmætum fyrirmælum lögreglu, virðulegi forseti.