135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[13:23]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Forseti vill nú gera þá athugasemd við ræðu hv. þingmanns að forsetar kannast ekki við að farið sé í manngreinarálit eftir því hvort hv. þingmenn tilheyra stjórn eða stjórnarandstöðu.

Það hefur hins vegar verið rætt á fundum forsætisnefndar að það sé ástæða til að vekja athygli á því þegar ekki er farið nákvæmlega að þingsköpum, m.a. vegna þess að auðvitað er hópur nýrra hv. þingmanna hér sem eðlilegt er að veita tilsögn í slíku. Það er því farin sú milda leið eins og gert var í þessu tilfelli að vekja athygli á þessu að ræðu lokinni en ekki trufla hv. þingmenn í miðri ræðu.