135. löggjafarþing — 17. fundur,  2. nóv. 2007.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

155. mál
[13:10]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. formaður þingflokks Samfylkingarinnar verður að eiga það við fyrrverandi formann sinn hvernig þetta samkomulag varð til og hvað út úr því kom á þeim tíma. En fyrst hv. þingmaður er að tala um ráðherraræði og að þetta frumvarp hafi fyrst og fremst snúið að því að bæta hag ráðherra er mér skylt að greina frá því að þar var um verulega kjarabót að ræða fyrir formenn flokka sem ekki voru ráðherrar.