135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

fjárfestingar í jarðhita í Suðaustur-Asíu.

[15:19]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Auðvitað, herra forseti, er ekkert athugavert við að einkaaðilar og opinber orkufyrirtæki vinni saman á þessu sviði ef rétt er að því staðið og það er sérstaklega á það minnst í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að tímabært sé að nýta kosti einkaframtaksins í og við útrás orkufyrirtækjanna, að þessir aðilar leiði saman hesta sína, ef rétt er að því staðið.

Því miður er nýlegt dæmi um þar sem ekki var rétt að því staðið en það þýðir ekki að mínum dómi að framvegis eigi þá að hætta við allt slíkt.