135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

samkeppni á matvörumarkaði.

[15:23]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hygg að ég og hv. fyrirspyrjandi hljótum að vera sammála um að virða sjálfstæði sveitarfélaga, þetta er náttúrlega fyrst og fremst málefni sveitarfélaga sem hv. fyrirspyrjandi er að spyrja um. Málið hlýtur því að beinast fyrst og fremst að sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og viðkomandi aðili hlýtur því að beina orðum sínum að þeim vegna synjunar á lóðum. Ég sé ekki neina forsendu til þess að stjórnvöld og ríkisvaldið séu að beita sér í þessu efni.