135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

samkeppni á matvörumarkaði.

[15:25]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég deili auðvitað áhyggjum með hv. fyrirspyrjanda um hækkun á matvöruverði hér, það er alveg sjálfsagt mál út af fyrir sig að Samkeppniseftirlitið skoði það og viðskiptaráðherra hefur m.a. beitt sér í því máli. En ég skil ekki af hverju hv. fyrirspyrjandi er að spyrja hvort félagsmálaráðherra vilji vera með íhlutun í málefni sveitarfélaga varðandi lóðamál. Mér er það algjörlega óskiljanlegt og ég skora á hv. fyrirspyrjanda, sem ég skil auðvitað að hafi áhyggjur af málinu, að beina orðum sínum til borgaryfirvalda, bæjaryfirvalda, bæði í Kópavogi, ef það er þar, og þá hér í Reykjavík eftir atvikum. Ég sé ekki að stjórnvöld eigi að hafa einhverja íhlutun í þessi mál.