135. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2008.

raforkumálefni.

311. mál
[19:57]
Hlusta

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekki ætla ég að dvelja við jafnréttisumræðu í umræðu um raforkumálin og atvinnumálin eins og ég hef nálgast þetta. En eitthvað hafa mér verið mislagðar hendur í þeim létta húmor sem ég ætlaði að setja fram í ræðu minni. Maður er auðvitað alltaf að reyna að vanda sig, virðulegi forseti, og þessar tilvitnanir í hv. þm. Guðna Ágústsson og Ágúst frá Brúnastöðum fundust mér viðeigandi. Það var í mjög góðlátlegum tilgangi og alls ekki meint sem háð né spott eða aðför að Framsóknarflokknum á jafnréttissviðinu. Ég bið hv. þm. Siv Friðleifsdóttur afsökunar á því ef hún hefur tekið því þannig en meiningin var sem sagt allt önnur. Svona er þetta að sumum finnst eitthvað henta í húmornum en ég var að reyna að slá á létta strengi.