135. löggjafarþing — 73. fundur,  3. mars 2008.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

403. mál
[16:48]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er svo sem erfitt að halda áfram umræðum frekar en orðið er. Mér heyrist að hv. þingmaður sé bara ákveðinn í því að vera á móti þessu og það er allt í lagi. Það er bara hans skoðun.

Hin málefnalegu rök liggja í því sem fram hefur komið, þ.e. annars vegar að fá aðstöðu til þess að vinna upp tapaðan tíma sem þarf og síðan aðstöðu fyrir mann til að aðstoða þingmanninn við að sinna störfum í kjördæmi sem er svo víðfeðmt að þingmaðurinn getur ekki gert það með góðu móti einn eins og áður var. Þetta eru hinar málefnalegu ástæður. Til þess að fá frekari útskýringu á þeim bendi ég hv. þingmanni á að ræða við Guðmund Árna Stefánsson sem var einn af þeim sem lögðu þetta til eða Kristján L. Möller sem var annar sem lagði þetta til. Ég býst við að þeir hljóti að geta bætt úr ef eitthvað skortir á upplýsingar (MÁ: ... Jón Magnússon. ...) í þeim efnum. (Gripið fram í.)