135. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2008.

skipulags- og byggingarlög.

434. mál
[16:48]
Hlusta

Flm. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Merði Árnasyni kærlega fyrir að blanda sér aðeins í umræðuna. Ég vona sannarlega að það sé rétt sem hann segir, um að umhverfisráðherra hafi áhuga á þessu máli. Ég vona að hún muni sinna því.

En sama hversu góðar ástæður hún hefur, þær kunna eflaust að vera mjög góðar, sem hún hefur fyrir því að vera ekki hérna í dag þá veldur það mér engu að síður svolitlum vonbrigðum að enginn skuli vera hér sem staðgengill hennar til að taka við málinu. Að sjálfsögðu vona ég að það fái þeim mun betri meðferð í framhaldinu.