135. löggjafarþing — 87. fundur,  9. apr. 2008.

Patreksfjarðarflugvöllur.

565. mál
[15:11]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Hér hafa komið svör frá hæstv. samgönguráðherra um flugvöllinn á Patreksfirði. Ég vil bara minna á hversu nauðsynlegt er að flugsamgöngur til sunnanverðra Vestfjarða séu góðar því að eins og við vitum öll eru samgöngur ekki upp á marga fiska landleiðina. Og af því að við vorum að tala um sjóstangaveiðimennina þá vilja þeir gjarnan koma með flugi beint frá Keflavík til að stunda þessa veiði þann tíma sem sjóstangaveiðitímabilið stendur yfir, þeim finnst fara of langur tími í að keyra landleiðina alla leið vestur og mundu sjálfsagt frekar vilja nota flugleiðina beint til að tíminn nýtist þeim betur.

Ég þakka enn og aftur fyrir umræðuna og það er gott að vekja máls á þessu.