135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

tilhögun þingfundar.

[13:32]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Vegna orða hv. þingmanns vill forseti taka fram að það er ætlunin að taka næst fyrir mál hæstv. samgönguráðherra og halda þeim áfram eitthvað fram eftir degi þó að það sé ekki endilega ákveðið að þeim verði öllum lokið, það fer eftir því hvernig það vinnst eða hvort um annað verður samið. Hins vegar er gert ráð fyrir að hæstv. menntamálaráðherra verði kominn hér aftur til að halda áfram umræðum um mál hæstv. ráðherra um hálfsex í dag.