135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010.

519. mál
[22:13]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil leyfa mér að mótmæla því að hæstv. forseti þurfi einhvern tíma til að hugleiða það hvort hægt sé að fresta þessum fundi eða klára fundinn þegar umræðu um samgönguáætlun er lokið. Hæstv. forseti getur ákveðið það hér og nú ef honum sýnist svo. En það er greinilegt að vilji hæstv. forseta stendur til annars. Það er í óþökk þeirra sem hafa verið hér í erfiðum umræðum, í málefnalegum umræðum, í miklum umræðum í allan dag. Fundurinn hefur staðið í tæpan hálfan sólarhring og hæstv. forseta ætti ekki að verða skotaskuld úr því að ákveða það hér og nú og tilkynna okkur hv. þingmönnum hvernig hann hyggst stýra þessum fundi til loka. Krafan er um að fundinum verði frestað þegar umræðu um samgönguáætlun lýkur. Ég óska eftir því að hæstv. forseti gefi okkur svar núna.